Víðivangur býður upp á ráðgjöf fyrir almenna hugbúnaðargerð. Margra ára reynsla við smíði hugbúnaðar fyrir lækningatæki, fjármálageira og fyrir viðskiptakerfi.
Arkitektúr í hugbúnaði
Ef þig vantar aðstoð við að hanna arkitektúr hugbúnaðar þá er hana að fá hér. Mikil þekking er á lausnum í skýjaumhverfi ásamt áralangri reynslu bæði við nýskrif og viðhald á hugbúnaði.
Hugbúnaður sem vara
Yfirgripsmikil þekking á vöruþróun hugbúnaðar er í boði fyrir þá sem það þurfa. Tryggjum góðar lausnir með aðferðum vöruþróunar.